Sunnudagaskólinn er í sólskinsskapi en þó ekki á leið í neitt sumarfrí. Við syngjum saman, brúður sýna leikrit, biblíusagan verður á sínum stað og hver veit nema að við sjáum þátt með Nebba, Tófu eða Hafdísi og Klemma. Um kvöldið kl. 20 verður að sjálfsögðu messa. Kór Lindakirkju syngur, nýlentur heim eftir magnaða söngferð til Póllands. Óskar Einarsson lætur sig ekki vanta og mun stjórna kórnum og leika á flygilinn eins og honum einum er lagið. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.