Sunnudagurinn 4. nóvember verður aldeilis viðburðaríkur.
Verið velkomin í Kirkjubrall í sunnudagaskólanum frá kl. 11-13. Í kirkjubralli eru öllum skipt upp í átta stöðvar um alla kirkju þar sem við föndrum, bröllum ýmislegt og eigum upplifunarstund.

Í tilefni allra heilagra messa verður kvöldguðsþjónustan kl. 20:00 ljúf minningarstund þar sem fólk getur minnst ástvina sem fallnir eru frá. Kór Lindakirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja hugljúf lög og sálma sem hæfa tilefninu. Boðið verður upp á að kveikja á kertum til minningar um ástvini. Séra Guðni Már Harðarson verður með hugleiðingu um sorg, söknuð og sorgarúrvinnslu.
Það er kaffi og samfélag eftir á og allir velkomnir.