Undanfarið hafa margir hringt og sent tölvupóst með þessari spurningu, enda er það eðlilegt því gott er að skipuleggja ýmsa hluti með góðum fyrirvara. Það skal hér með upplýst að fermingar í Lindakirkju vorið 2019 verða eftirfarandi daga:
30. og 31. mars, 6. og 7.apríl og 13. og 14. apríl. Tvær fermingar á laugardegi og ein á sunnudegi. Boðað verður til fundar með foreldrum og væntanlegum fermingarbörnum í lok þessa mánaðar og í framhaldinu verður hægt að skrá börnin í fermingarfræðslu.