Sunnudaginn 21. janúar verður sunnudagaskólinn að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11. Hvað skyldu Hafdís og Klemmi vera að gera? Ætli Rebbi sé nokkuð kominn með flensu? Komið í sunnudagaskólann og fáið að vita allt um málið.

Um kvöldið kl. 20 verður svo heldur betur mikið um dýrðir því okkar frábæri Kór Lindakirkju og Hljómsveitin Sálmari munu leiða saman hesta sína. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.

Allir velkomnir.