Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Lindaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. október 2017 til fimm ára.

Auk almenns helgihalds og sálgæsluþjónustu verður sérsvið þess prests innan safnaðarstarfsins verða einkum fólgið í:

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 og um presta nr. 1011/2011, svo og leiðbeinandi reglna biskups Íslands frá 2017 fyrir umsækjendur um laus prestsembætti. Tengla á þessar heimildir er að finna ofar á síðu þessari. Með því að sækja um embættið staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur.

Lindaprestakall er í Kópavogi. Í prestakallinu er ein sókn, Lindasókn, sem er á samstarfssvæði með Digranes-, Hjalla- og Kársnessóknum. Í prestakallinu er ein kirkja, Lindakirkja og þar er skrifstofa sóknarprests og presta.

Vísað er til þarfagreiningar sóknar prestakallsins varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið. Þarfagreiningin er birt hér að neðan í framhaldi af auglýsingunni.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.
Kjörnefnd prestakalls kýs prest úr hópi framangreindra umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.

Umsækjendur geri skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn og væntingar er varða embættið.

Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 3. gr. starfsreglnanna. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Tengil á eyðublaðið er að finna ofar á síðu þessari.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að prestakallið var auglýst laust til umsóknar.

Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Nánari upplýsingar um embættið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar á Biskupsstofu, s. 5284000, hjá sóknarpresti Lindaprestakalls, sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni, s. 5444477 og prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sr. Gísla Jónassyni, s. 5871500.

Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis miðvikudaginn 9. ágúst 2017.

Sækja ber um embættið rafrænt á vef kirkjunnar og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Vakin er athygli á því að nöfn umsækjenda um embættið verða birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti 

Þarfagreining Lindasóknar í apríl 2017

Lindasókn er eina sóknin í Lindaprestakalli í Kópavogi og tilheyrir hún Reykjavíkurprófastdæmi eystra. Í Lindasókn eru 9 leikskólar, 4 grunnskólar og tvö dvalarheimili fyrir aldraða. Lindasókn er á samstarfssvæði Kópavogs ásamt Digranes-, Hjalla- og Kársnessókn. Samstarf er milli sókna með vaktsíma presta og helgihald á elli- og hjúkrunarheimilum bæjarins sem eru: Sunnuhlíð, Roðasalir og Boðaþing.

Íbúar í Lindasókn eru vel yfir fjórtán þúsund talsins, þjóðkirkjuaðild er rúmlega 80% Sóknarbörn eru 11.284 og skiptast þannig eftir aldri:

 • 834 undir skólaaldri.
 • 2.114 á grunnskólaaldri.
 • 678 á framhaldsskólaaldri.
 • 1.822 á aldrinum 20-34 ára.
 • 4.110 á aldrinum 35-64.
 • 1.726 á eftirlaunaaldri.

Um þessar mundir eru sex karlar skipaðir prestar í Kópavogi en aðeins ein kona í hálfu starfi. Í Lindasókn þjóna tveir karlprestar og er því eftirspurn eftir þjónustu kvenprests.

Í Lindasókn starfa árið um kring:

 • Sóknarprestur í 100% starfi.
 • Prestur í 100% starfi.
 • Tónlistarstjóri  í 100% starfi.
 • Kirkjuvörður í 100% starfi.
 • Djákni í 50% starfi
 • Fræðslufulltrúi í 40% starfi
 • Æskulýðsfulltrúi í 20% starfi

Auk fjölda annarra starfsmanna og sálfboðaliða.

Sóknarnefnd fundar að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Starfsáætlun er gerð fyrir eitt ár í einu og fjárhagsáætlun unnin samkvæmt henni. Vel hefur gengið að fara eftir fjárhagsáætlun hverju sinni.

Vetrardagskráin í Lindakirkju 2016-17 var eftirfarandi

 • Messur eða guðsþjónustur alla sunnudaga kl. 20:00
 • Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00
 • Fiðlung – Biblíusögur og fiðlukennsla fyrir unga byrjendur á sunnudögum kl. 13:00
 • Vinavoðir, prjónaklúbbur er á mánudagsmorgnum kl. 11:00
 • Vinir í bata, 12 spora starf er á mánudagskvöldum kl. 20:00
 • Foreldramorgnar eru á þriðjudagsmorgnum kl. 10:00
 • Lofgjörðar- og fyrirbænastundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 20:00
 • Fermingarfræðsla alla þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 15-17 og 14-16.
 • Unglingagospelkór æfir á miðvikudögum kl. 16:00
 • Fjölgreinastarf fyrir drengi á miðvikudögum kl. 16:00
 • Æskulýðsstarfið Lindubuff á miðvikudagskvöldum kl. 19:30
 • Bænastundir á fimmtudagsmorgnum kl. 8:30
 • KFUM fyrir 9-12 ára drengi á fimmtudögum kl. 14:30
 • KFUK fyrir 9-12 ára stúlkur á fimmtudögum kl. 15:30
 • Súpusamverur fyrir eldri borgara einu sinni í mánuði í fimmtudagshádegi.
 • Hláturslökun á fimmtudögum kl. 18:00
 • Kór Lindakirkju æfir á fimmtudagskvöldum kl. 19:30 til 22:00
 • AA samtökin halda opna fundi í Lindakirkju á föstudagskvöldum kl. 20:00

Auk þess hefur Alfa-námskeið verið haldið á haustmisseri, hjónanámskeið á vormisseri og Krílasálmanámskeið hafa verið haldin tvisvar til þrisvar á vetri.

Lindakirkja við Uppsali er eina starfsstöð sóknarinnar. Kirkjan er byggð nokkuð miðlægt í sókninni við hlið Kópavogskirkjugarðs og hefur athöfnum í kirkjunni fjölgað hratt undanfarin ár. Aðstaða í kirkju og safnaðarheimili er mjög góð, þar með talin skrifstofa væntanlegs prests en engu að síður er ýmsu enn ólokið í byggingunni. Nýr flygill er í kirkjunni en rafmagnspíanó í kapellu og í safnaðarsal.Skírnir hjá prestum Lindakirkju voru samtals um 170 á árinu 2016. Að sama skapi hefur fjöldi fermingarbarna aukist ár frá ári. Vorið 2017 fermdust 227 fermingarbörn í Lindakirkju í 9 athöfnum. Vorið 2018 mun fermingarbörnum fjölga í um 260, ef að líkum lætur, og fermingarathafnir verða því ellefu talsins.

Kór Lindakirkju kemur að helgihaldi og ýmsu öðru tónlistarstarfi kirkjunnar. Hann er afar öflugur, með rúmlega 40 virka meðlimi. Sakir mikillar ásóknar hefur ekki verið mikið svigrúm til að taka nýja meðlimi inn á undanförnum misserum og er því biðlisti í Kór Lindakirkju.

Gildi Lindakirkju

Í safnaðarstarfi Lindakirkju eru þau gildi höfð að leiðarljósi sem fólgin eru í orðunum: LIFUM – LOFUM – LEITUM.

LIFUM – Lindakirkja vill vera lifandi kirkja, safnaðarstarfið á að vera líflegt og við viljum smita aðra með lifandi gleði trúarinnar. Við viljum miðla trúnni á Jesú Krist. Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið og stendur með okkur á öllum stundum lífsins í gleði og sorg.

LOFUM–Tónlistin er ein gjafa Guðs til að auðga líf okkar. Lindakirkja er tónlistarkirkja. Við leggjum áherslu á lofgjörðina til Guðs og viljum skapa okkur sérstöðu meðal safnaða þjóðkirkjunnar gagnvart trúarlegri tónlist og tónlistarflutningi. Í Lindakirkju eiga margar hefðir tónlistar samleið og er þar engin hefð annarri æðri.

LEITUMVið leitum leiðsagnar Guðs með líf okkar og leitum samfélags við hann með öðrum trúuðum. Við erum erindrekar Krists og leitum, á hans vegum, eftir hinu týnda til að frelsa það.

Áherslur og framtíðaráform í starfi safnaðarins

Frá því að Lindasókn varð að prestakalli árið 2002 hefur verið lögð mikil áhersla á barna- og æskulýðsstarf. Samverur fyrir eldri borgara, sem hófust árið 2004 hafa verið vel sóttar en nú er mál að gera enn betur. Eins og fram kemur í hér að ofan eru 1.726 sóknarbörn á eftirlaunaaldri. Stefnt er að því að efla starf fyrir eldri borgara í kirkjunni og innan sóknar og mun sú efling einkum vera í höndum þess prests sem verður kosinn til þjónustu samkvæmt þessari auglýsingu.Umsjón með eflingu eldri borgara starfs í kirkjunni og innan sóknar í samstarfi við aðra presta Lindakirkju og eldriborgararáð Lindakirkju.

 • Umsjón með því að efla tengslanet sem stuðlar að því að tengja ólíka hópa fólks innan sóknarinnar við kirkjuna.
 • Yfirumsjón lofgjörðarstunda og fyrirbænaþjónustu.
 • Yfirumsjón Alfa námskeiða og annars sem fellur undir fullorðinsfræðslu og fullorðinsstarfs ss. Vinavoðir.

Umsóknarfrestur til og með 9. ágúst 2017