Sjálfbær hamingja – námskeið sem opnar leiðir til aukinnar lífsfyllingar

 
Á námskeiðinu munu 7 fyrirlesarar meðal annars fjalla um samskipti, fyrirgefningu,  sjálfstraust, þakklæti, kyrrðarbæn og hamingju.  Fyrirlesararnir eru fræðimenn, hver á sínu sviði, guðfræðingar, sálfræðingur og markþjálfar. Verkefnavinna í umræðuhópum fylgir í kjölfar hvers fyrirlesturs, undir stjórn umræðustjóra.
 
Haldið í Lindakirkju, á mánudagskvöldum kl 19:30 – 21:15 frá  6.10.2014 – 24.11.2014, auk laugardagsins 15.11. frá kl 10:00 – 13:00
 
Skráning fer fram með tölvupósti á lindakirkja@lindakirkja.is þátttökugjald er 21.000,- og greiðist inn á reikning Lindakirkju 322-26-5502, Kt. 550302-2920 Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 24, fyrstur kemur fyrstur fær. Vekjum athygli áhugasamra á að kanna  þann möguleika að fræðslusjóðir stéttarfélaga greiða  niður námskeiðsgjöld félaga sinna.