Í dag föstudaginn 11. apríl fara KFUM og KFUK störfin í Lindakirkju í vorferð í Vatnaskóg ásamt krökkum 9-12 ára víða af landinu. Lagt verður af stað frá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg 28, 104 Reykjavík kl. 17:30 og komið tilbaka í bæinn á sama stað kl. 15:00 á morgun laugardag. Verð í ferðina er 6500 krónur og mikilvægt að skila inn leyfisblöðunum sem börnin áttu að hafa með sér. Nánari spurningum svarar Sr. Guðni Már í s. 6947474 eða Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK s. 588 8899.