MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER KL. 20
Söngkonurnar 
Eva Björk EyþórsdóttirRagna Björg Ársælsdóttir og Hrefna Hrund Erlingsdóttir sem skipa sönghópinn Harmony blása til jólatónleika í Lindakirkju, miðvikudagskvöldið 18. desember kl. 20. Þær, ásamt fríðu föruneyti hljóðfæraleikara munu taka öll helstu jólalögin í bland við nýjar perlur. Ekki láta þetta framhjá þér fara!

Tónleikarnir eru öllum opnir, aðgangseyrir er einungis 1500 krónur og mun allur ágóði renna óskiptur til Barnahúss.

FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER KL. 20
Regína Ósk ásamt gestum.
Regína Ósk mun meðal annars syngja ásamt fjölskyldu sinni, Kór Lindakirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju. Sérstakur gestur tónleikanna er Ragnar Bjarnason.
Miðaverð er 3.900 kr. Hægt er að kaupa miðana á midi.is eða við innganginn.

SUNNUDAGUR 22. DESEMBER KL. 11
Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi. Minnum á jólaball sunnudagaskólans í sunnudaginn 29. desember kl. 11:00. Þar verður margt skemmtilegt í boði og von á góðum gestum.