Lindakirkja

Lifum - Lofum - Leitum

Friður - kraftur til breytinga

Hollendingurinn Téo van der Weele heldur námskeið í Lindakirkju 28. - 29. ágúst og 4. - 5. september í Vídalínskirkju í Garðabæ

Lestu áfram..

Lofgjörðar og fyrirbænastundir

á sunnudögum í sumar kl. 20:00. Persónuleg fyrirbæn.

Lestu áfram..

Kór lindakirkju - með fögnuði

diskurinn fæst í Lindakirkju 2.700 kr.

Lestu áfram..

Bænastundir

á fimmtudagsmorgnum kl. 8:30

Lestu áfram..
Tilkynningar
Miðvikudagsstund 6. maí
Bænastundir alla fimmtudaga kl. 8.30-9.00. Allir velkomnir. Hægt er að senda inn bænaefni á lindakir

Hollendingurinn Téo van der Weele heldur sálgæslunámskeið um frið-kraft til breytinga

 

Friður - kraftur til breytinga 

Hollendingurinn Téo van der Weele er mörgum Íslendingum kunnur sem andlegur leiðbeinandi og sálgætir eftir áratuga þjónustu. Sem ungur prestur starfaði hann á meðal flóttafólks í Tailandi þar sem þúsundir þörfnuðust áfallahjálpar. Þá hóf hann að þróa aðferð sína sem miðar að því að almennir sjálfboðaliðar geti lært að miðla græðandi mætti Guðs inn í líf annara.

Friður í skilningi Téo er áhrifaafl sem vekur kyrrð og öryggi í lífi fólks og gefur þeim sem orðið hafa fyrir áföllum færi á að endurheimta sjálf sig.

Námskeiðið Friður - kraftur til breytinga verður haldið tvær samliggjandi helgar frá kl. 16 á föstudegi til 21 á laugardagskvöldi. Fyrri lotan verður 28. - 29. ágúst í Lindakirkju í Kópavogi og sú síðari 4. - 5. september í Vídalínskirkju í Garðabæ.  Virku dagana mun Téo nýta til að eiga sálgæslusamtal við hvern þátttakanda fyrir sig.

Hér er gott tækifæri fyrir fólk sem langar að dýpka vitundarsamband sitt við Guð, bæta sjálfskilning og auk færni í samskiptum. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 manns og þátttaka kostar kr. 15.000.-

Hægt er að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Seinast uppfært: Saturday, July 25 2015 11:16

Smellir: 9

Sunnudagurinn 26. júlí

11:00 Sunnudagaskóli
20:00 Lofgjörðar- og fyrirbænastund í Lindakirkju. Umsjón: Guðmundur Karl Brynjarsson. Elva Ösp Ólafsdóttir flytur vitnisburð. Boðið verður upp á persónulega fyrirbæn fyrir þá sem þess óska. Kaffi og kleinur að stund lokinni.

Seinast uppfært: Thursday, July 23 2015 11:09

Smellir: 10

Helgihald 12. júlí

Sunnudagaskóli kl. 11:00.  Lofgjörðar og fyrirbænastund kl. 20:00 Sr. Guðni Már Harðarson þjónar, Ávextir andans leiða tónlistina og Sigrún Sigfúsdóttir flytur vitnisburð. Stundirnar er hluti af sumarstarfsstarfi Þjóðkirkjusöfnuðanna í Kópavogi. Verið velkomin

Seinast uppfært: Thursday, July 09 2015 13:10

Smellir: 15

Dagskrá

SUMARIÐ 2015

SUNNUDAGAR
11:00 Sunnudagaskóli alla sunnudaga nema um verslunarmannahelgina.
20:00 Lofgjörðar- og fyrirbænastund í Lindakirkju

FIMMTUDAGAR
8.30-9.00 Bænastund 

FÖSTUDAGAR
20:00 AA Opin fjölskyldudeild

 

Hafðu samband


VAKTSÍMI PRESTA: 
843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma.
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Póstlisti

Lindakirkja - Uppsölum 3 - 201 Kópavogur - Sími 544 4477 - Fax 544 4478 - www.lindakirkja.is - email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Green Red Blue

Lindakirkja