Dagskrá veturinn 2025-2026

Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.

Samverurnar hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Þær eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.

Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.

Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 3000 krónur. Nema annað sé tekið fram.

Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.

4. september Prestar bregða á leik
18. september  Guðrún Bergmann fjallar um lífsneistann   
2. október Haustferð
16. október Ítalskt þema. Sr. Guðmundur Karl segir sögur og sýnir myndir frá Ítalíu
30. október Hrekkjavökuþema. Hrekkjalómurinn Jóhann Alfreð lætur móðan mása.
13. nóvember Kjell fyrir! Töfrandi skemmtileg stund með sr. Pétri Þorsteinssyni
27. nóvember Systurnar Eva Laufey Kjaran og Sigrún Hermannsdóttir telja í aðventuna.
11. desember Jólasamvera -jólamatur, tónlistaratriði, jólahappdrætti og sérstakur jólagestur. Athugið breytt verð 5.900
8. janúar
22. janúar
5. febrúar
19. febrúar
5. mars
19. mars
9. apríl
22. apríl ATH Miðvikudagur
7. maí
21. maí
Óvissuferð