Alfa námskeið verður haldið í Lindakirkju og hefst með kynningarkvöldi miðvikudaginn 17. september 2025 kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá dýrindis kvöldverð og biðjum við fólk að senda línu til að hægt sé að gera ráðstafanir með matinn varðandi óþol eða annað á lindakirkja@lindakirkja.is. Námskeiðið stendur í níu miðvikudagskvöld frá kl. 18:00 – 20:15, endar miðvikudagskvöldið 12. nóv. (auk helgarferðar í Ölver sumarbúðir, 24. okt. til 26. okt.)

Sr. Guðni Már Harðarson heldur utan um námsskeiðið í vetur ásamt góðum hópi fólks. Alfaliðar þetta árið verða Katrín Eliza, Kristján Þór, Nína Dóra, Sólrún Ósk, Steinunn Bríet og Þórdís. Auk þeirra erum við spennt að fá í hópinn alfaliða sem eru að taka sín fyrstu skref í því hlutverki í vetur.

Á Alfa-námskeiðinu sem hefur verið haldið á ári hverju frá stofnun Lindasóknar verður stuðst við myndbönd til kennslu í bland við lifandi fyrirlestra. Alfa styðst við bók Nicky Gumbel; Spurningar lífsins (e. Questions of Life). Umgjörð námskeiðsins er afslöppuð og þægileg og ekki eru lagðar kröfur á þátttakendur um viðhorf, skoðanir eða afstöðu. Upplifun hvers og eins af námskeiðinu er ávallt mjög persónuleg. Hver og einn dregur sinn lærdóm. Margir hafa hlotið blessun af því að sækja Alfa-námskeið oftar en einu sinni enda trúarglíman og spurningar lífsins sístætt verkefni.

Við í Lindakirkju bjóðum þig sérstaklega velkomin á kynningarkvöldið þar sem boðið verður uppá ljúffenga máltíð, kynningar fyrirlestur og spurningar.

Kostnaður við kynningarkvöldið er enginn en fyrir hin kvöldin átta greiða þátttakendur 2.000 krónur fyrir matinn í hvert sinn og svo kostar ferðin í Ölver 12.000 krónur með öllu inniföldu og hægt er að greiða það fyrir hvert skipti. Ef fólk vill skrá sig strax á námskeiðið og helgarferðina og er það samtals kr. 22.900 með afslætti.

Ef fólk á í vandræðum með að greiða fyrir námskeiðið biðjum við um að senda okkur línu á gudni@lindakirkja.is svo hægt sé að koma á móts við það. Enginn á að þurfa hætta við þátttöku í Alfa á fjárhagslegum forsendum.

Athugið að það er líka hægt að skrá sig aðeins á kynningarkvöldið og skrá sig seinna á námskeiðið.

Smelltu á skráningarhnappinn hér til hægri til að skrá þig.

Tímasetning:
Miðvikudagar kl. 18:00 – 20:15
17. sept.-12. nóv.

Staðsetning:
Lindakirkja

Verð fyrir máltíð:
2.000 kr/kvöld

Helgarferð í Ölver:
Verð: 12.000 kr

,,Alfanámskeiðið er skemmtilegt og áhugavert. Gefandi samvera og þægilegt andrúmsloft ríkti á námskeiðinu. Ég heyrði fræðslu um boðskap Biblíunnar og kærleika Krists, sem gaf mér dýpri skilning á lífinu og tilverunni. Innra með mér ríkti meiri friður, kærleikur og þakklæti, Alfa-námskeið er opið fyrir alla. Á námskeiðinu færðu tækifæri til að taka þátt í umræðum um trúna og lífið. Hver og einn kemur á eigin forsendum og ekki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu. Alfahelgin er í uppáhaldi hjá mér, helgin er stór hluti af námskeiðinu og er einstök upplifun.“

Heiðdís Karlsdóttir, þátttakandi á Alfa námskeiði