Námskeið um kristna trú fyrir ungt fólk 16 til 20 ára í Lindakirkju!

Vegna mikillar eftirspurnar erum við í Lindakirkju, í samstarfi við KFUM og KFUK og KSH að fara af stað með svo kallað Alfa-námskeið fyrir ungmenni.

Hvenær?

Námskeiðið verður á miðvikudagskvöldum frá 18:00 til 20:00 og er boðið uppá sérstakt kynningarkvöld 4. febrúar kl. 18:00 en námskeiðið sjálft, er svo í 8 miðvikudagskvöld eftir það. Einnig er farið í Ölver sumarbúðir í eina helgi með vorinu.

Hvað er Alfa?

Alfa-námskeið er námskeið um kristna trú en nafnið kemur frá því að Alfa er upphafsstafur gríska stafrófsins og minnir á að orð Krists sem sagðist vera Alfa og Omega, upphafið og endirinn. Námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn og hefur Lindakirkja haldið Alfa-námskeið árlega frá stofnun safnaðarins.

Fyrir hverja?

Fyrir þau sem eru að klára 10. bekk og framhaldsskóla aldur. En þetta er í fyrsta sinn sem við notum nýtt og vandað efni sem er hugsað fyrir ungmenni. Youth Alpha eða Alfa fyrir ungt fólk er hugsað fyrir þau eru í 10. Bekk nú í vor og á menntaskólaaldri. Fædd 2006-2010

Hvernig fer námskeiðið fram?

Kl. 18:00 er byrjað með heitum kvöldverði þar sem hópurinn á gott samfélag yfir matnum. Síðan er horft á fræðslumyndband sem er hluti af Alfa-námskeiðinu sem hefur farið sigurför um heiminn og milljónir manna hafa sótt.

Þá er skipt í hópa þar sem fræðsla hvers kvölds er rædd. Alfa er byggt þannig upp að ekki þarf neinn grunn í kristinni trú. Allar spurningar eru leyfðar og misjafnt hvort þátttakendur koma til að uppbyggjast í trúnni, til að fræðast eða velta spurningum upp frá hlið efasemdanna.

Hvað kostar?

Kostnaður við námskeiðið er niðurgreiddur af Lindakirkju og er einungis 500 krónur fyrir kvöldmatinn hvert skipti.

Ekkert kostar á kynningarkvöldið og enginn skuldbinding felst í því að taka þátt í því.

Umsjón

Umsjónarmenn með námskeiðinu eru sr. Guðni Már Harðarson og Þorgerður Júlía Halldórsdóttir

Skráning

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á gudni@lindakirkja.is.

Kynningarkvöld:
Miðvikudaginn 4. febrúar 2026 kl. 18:00

Tímasetning:
Miðvikudagar kl. 18:00 – 20:00
11. febrúar – 1. apríl 2026

Staðsetning:
Lindakirkja

Verð fyrir máltíð:
500 kr/kvöld

Skráning:
gudni@lindakirkja.is