Dagskrá veturinn 2025-2026
Stundirnar verða áfram hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 12:00-13:40.
Samverurnar hafa verið ómissandi hluti af tilveru margra í Lindasókn undanfarin ár. Þær eru fjölsóttar og gjarnan mæta gestir með áhugaverða fyrirlestra eða kynningar í bland við að prestarnir bregða á leik.
Stundirnar næra í senn líkama, sál og anda, en í upphafi er boðið uppá staðgóðan hádegisverð, svo er fyrirlestur eða dagskrárefni áður en endað er á Guðs orði, bæn og sálmasöng þar sem Óskar Einarsson leikur undir.
Kostnaður við matinn, eftirrétt og kaffi er 3000 krónur. Nema annað sé tekið fram.
Vinsamlega smelltu á rauða hnappinn hér á síðunni til þess að skrá þig.
| 4. september | Prestar bregða á leik |
| 18. september | Guðrún Bergmann fjallar um lífsneistann |
| 2. október | Haustferð |
| 16. október | Ítalskt þema. Sr. Guðmundur Karl segir sögur og sýnir myndir frá Ítalíu |
| 30. október | Hrekkjavökuþema. Hrekkjalómurinn Jóhann Alfreð lætur móðan mása. |
| 13. nóvember | Kjell fyrir! Töfrandi skemmtileg stund með sr. Pétri Þorsteinssyni |
| 27. nóvember | Systurnar Eva Laufey Kjaran og Sigrún Hermannsdóttir telja í aðventuna. |
| 11. desember | Jólasamvera -jólamatur, tónlistaratriði, jólahappdrætti og sérstakur jólagestur. Athugið breytt verð 5.900 |
| 8. janúar | |
| 22. janúar | |
| 5. febrúar | |
| 19. febrúar | |
| 5. mars | |
| 19. mars | |
| 9. apríl | |
| 22. apríl ATH Miðvikudagur | |
| 7. maí 21. maí |
Óvissuferð |

