
Nágrannar okkar í Kópavogskirkjugarði hófu framkvæmdir upp úr síðustu áramótum við nýja þjónustubyggingu en henni er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir betri aðstöðu í kringum starfsemi garðsins. Við í Lindakirkju fylgjumst spennt með byggingunni rísa eins og margir aðrir íbúar hverfisins og óskum við Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma til hamingju með glæsilegt hús.
Margrét Unnur Kjartansdóttir
16. júní 2021 16:16