Eins og allir vita fellur allt helgihald Lindakirkju niður meðan á samkomubanni stendur og þó ekki. Í fyrramálið verður hægt að sjá splunkunýjan sunnudagaskóla hér á síðunni og á Facebooksíðu Lindakirkju. Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni í höndum hjónanna Regínu Óskar og Svenna Þórs og með þeim er Gunnar Hrafn, æskulýðsfulltrúi í Lindakirkju og Rebbi verður á sínum stað. Við lítum einnig bæði til Tófu og Nebba svo nóg verður um að vera.
Seinnipart dags munum við einnig birta helgistund á sömu stöðum. Sr. Dís Gylfadóttir flytur hugvekju, Óskar Einarsson situr við píanóið en auk hans syngja Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðrún Óla Jónsdóttir, Regína Ósk og Svenni Þór.

 

Guðmundur Karl Brynjarsson

21. mars 2020 18:50