
Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund á miðvikudagskvöldum. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju.
Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og í lok stundarinnar er boðið upp á fyrirbæn.
Þann 20. nóv. mun Sr. Guðni Már Harðarson flytja hugvekju, Heiðdís Karlsdóttir stjórnar stundinni og Nína Dóra Pétursdóttir kynnir nýtt verkefni sem ýtt verður úr vör.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dís Gylfadóttir
18. nóvember 2019 15:28
