
Gestur dagsins verður hin fróði og skemmtilegi Pétur Bjarnason, Vestfirðingur að ætt og innræti,
uppalinn á Bíldudal og Tálknafirði. Pétur var kennari og skólastjóri á Bíldudal og í Mosfellssveit
og fræðslustjóri Vestfjarða fyrir aldamót og bjó þá á Ísafirði. Framkvæmdastjóri hjá SÍBS frá
aldamótum og skrifaði sögu sambandsins við starfslok þar 2013.
Pétur hefur ritstýrt blöðum og tímaritum og skrifað eitt og annað, síðast sögu Reykjalundar
sem kemur út síðar í þessum mánuði. Pétur sem er góður sagnamaður, ætlar að fjalla
svolítið um Vestfirði og Vestfirðinga svona vítt og breitt og ef til vill kemur ein og ein saga,
en þar ætti að vera af nógu að taka.
uppalinn á Bíldudal og Tálknafirði. Pétur var kennari og skólastjóri á Bíldudal og í Mosfellssveit
og fræðslustjóri Vestfjarða fyrir aldamót og bjó þá á Ísafirði. Framkvæmdastjóri hjá SÍBS frá
aldamótum og skrifaði sögu sambandsins við starfslok þar 2013.
Pétur hefur ritstýrt blöðum og tímaritum og skrifað eitt og annað, síðast sögu Reykjalundar
sem kemur út síðar í þessum mánuði. Pétur sem er góður sagnamaður, ætlar að fjalla
svolítið um Vestfirði og Vestfirðinga svona vítt og breitt og ef til vill kemur ein og ein saga,
en þar ætti að vera af nógu að taka.
Pétur mun einnig skoða aðeins ýmislegt sem skrifað hefur verið og sagt um hamingjuna og
bregða á leik og spila á harmóniku.
bregða á leik og spila á harmóniku.
Þetta verður góð stund og eru allir karlmenn velkomnir
Margrét Unnur Kjartansdóttir
4. nóvember 2025 11:11
