
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11:00. Það verður Hrekkjavöku sunnudagskóli og hvetjum við alla til þess að mæta í búningum!
Í tilefni af allraheilagramessu verður kvöldguðsþjónustan kl. 20:00 ljúf minningarstund þar sem fólk getur minnst ástvina sem fallnir eru frá.
Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar.
Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.
Guðsþjónustunni verður streymt á facebook síðu og heimasíðu Lindakirkju
Öll hjartanlega velkomin
Margrét Unnur Kjartansdóttir
31. október 2025 12:47
