Sunnudagaskóli kl. 11:00.
Sumarleg og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.
Söngur, sögur og góðir gestir kíkja í heimsókn.
Sunnudagaskólakennarar leiða stundina.
Guðsþjónusta kl. 20:00.
Textar sunnudagsins fjalla um að bera byrgðir hvers annars og dæma ekki.
Katrín Valdís Hjartardóttir, Andrea Bóel Bæringsdóttir og Heiðrún Lóa Jónsdóttir syngja undir stjórn
Óskars Einarssonar sem situr við flygilinn.
Danni prestur þjónar fyrir altari í síðasti skiptið í sinni afleysingarþjónustu við Lindaprestakall.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Athugið að ekki verður streymt að þessu sinni.
Sumarbæn 
Skapari himins og jarðar,
öll verk þín lofa þig.
Kenndu okkur að standa ekki þögul hjá
þegar öll sköpunin syngur þér lof,
heldur gef af mildi þinni
að líf okkar sé allt sé lofsöngur
um miskunn þína og máttarverk þín.
Kenndu okkur aftur nýtt lag
við ljóðið um vonina sem í okkur býr.
-Úr Bænabók Karl Sigurbjörnssonar