Sunnudagaskólinn er mörgum börnum á öllum aldri ómissandi. Hann hefst eins og venjan er klukkan ellefu. Auðvitað syngjum við mikið, heyrum Biblíusögu, sjáum brúðuleikhús og horfum á skemmtilega stuttmynd með góðum boðskap.
Verður það Nebbi, Hafdís og Klemmi eða Tófa? Kemur í ljós í sunnudagaskólanum.
Um kvöldið klukkan átta er guðsþjónusta og eru fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að mæta. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Prestur er Guðmundur Karl.

Guðmundur Karl Brynjarsson

25. janúar 2023 17:45