
Starfi Lindakirkju næstu vikurnar verður hagað samkvæmt þeim sóttvarnarreglum sem nú eru í gildi og tilmælum frá Biskupi Íslands varðandi helgihald og safnaðarstarf.
Kirkjan verður opin á skrifstofutíma.
Allt barna- og unglingastarf ætlað fæddum 2005 og yngri verður í gangi eftir sem áður.
Þar með talin fermingarfræðsla.
Sunnudagaskólinn, sem hefur verið afar vel sóttur í haust fellur því miður niður í október.
Allt opið helgihald fyrir fullorðna fellur einnig niður. Við munum leita leiða til að streyma helgistundum en það verður auglýst betur þegar nær dregur næstu helgi.
Guðmundur Karl Brynjarsson
5. október 2020 14:54