Í morgun, 1. desember, komu góðir gestir í Lindakirkju. Það voru börnin af Leikskólanum Dal sem mættu ásamt leikskólakennurum og nokkrum foreldrum. Þau mættu öll rauðklædd (enda rauður dagur á Dal í dag) og að sjálfsögðu í jólaskapi þó enn séu 23 dagar til jóla og gleðin skein af andlitum þeirra. Við sungum saman um aðventukransinn og Jesúbarnið en líka um jólasveininn.

Guðmundur Karl Brynjarsson

1. desember 2017 16:20