Næsta sunnudag, 1. október hefst sunnudagaskólinn í Lindakirkju að vanda klukkan ellefu. Þar verður margt brallað en meðal annars verður sýnd splunkuný mynd um Hafdísi og Klemma.
Um kvöldið kl. 20 er messa í Lindakirkju. Okkar frábæri Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar fyrir altari. Þessi stund verður full af andlegum vítamínum fyrir vikuna framundan.

Guðmundur Karl Brynjarsson

29. september 2017 14:28