Sunnudagaskóli kl. 11:00
í Lindakirkju annars vegar og Boðaþingi hins vegar. Biblíusögur,barnasálmar,brúður og gott samfélag.
Guðsþjónusta kl. 20.00 í kirkjuskipi Lindakirkju (stóra salnum).
Í tilefni af línuhraðalssöfnun Þjóðkirkjunar verður messan með breyttu sniði. Við bætum í tónlistina og verður hún í aðalhlutverki þennan sunnudaginn.
Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis eins og alla aðra sunnudaga. Eftir messuna býður kórinn upp veglegt kaffi og kökuhlaðborð.
Tekið verður á móti frjálsum framlögum og munu þau renna óskert til söfnunar fyrir Línuhraðli fyrir Landspítala háskólasjúkrahús.
Ekki láta kvöldið fram hjá þér fara. Gospel, gleði gott málefni og samfélag!!
Lindakirkja
31. október 2013 10:15