Allt helgihald um hátíðarnar fer eingöngu fram á vefnum.

Aðfangadagur jóla

Jólastund fjölskyldunnar
Skemmtilegur þáttur sem kjörið er að horfa á jafnvel aftur og aftur meðan beðið er eftir jólunum. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur, Óskar Einarsson er við píanóið, Regína Ósk tekur lagið, við fylgjumst með jólahaldi hjá Nebba, sjáum helgileik og fleira.
Horfa á jólastund

18:00 Aftansöngur
Útsending frá aftansöng í Lindakirkju. Sr. Dís Gylfadóttir predikar en allir prestar kirkjunnar þjóna. Félagar úr Kór Lindakirkju syngja undir stjórn Óskars Einarssonar.
Horfa á aftansöng

Jóladagur

11:00 Hátíðarhelgistund
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran syngur og Óskar Einarsson leikur á píanó. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
Horfa á hátíðarhelgistund

Annar í jólum

11:00 Sveitamessa
Helgistund með country ívafi. Axel Ó. og Co annast tónlistarflutning ásamt Óskari Einarssyni og félögum úr Kór Lindakirkju. Sr. Guðni Már Harðarson predikar.
Horfa á sveitamessu

Nýársmorgunn

11:00 Helgar stundir
Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum í umsjón presta Lindakirkju.
Horfa á helgar stundir

Sunnudagurinn 3. janúar

20:00 Æðruleysisstund
Hugleiðingar um æðruleysið. Tónlistarmaðurinn KK og hljómsveitin Sálmari annast tónlista.
Horfa á æðruleysisstund

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa Lindakirkju er opin 28. desember, 29. desember og 30. desember kl. 10-14. Lokað er á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.

Myndbönd úr Lindakirkju

Fréttir

Vaktsími presta: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma. Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.