Foreldramorgnar

//Foreldramorgnar
Foreldramorgnar 2017-10-23T12:56:24+00:00

Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga í Lindakirkju kl. 10-12.

Morgnarnir eru opið hús fyrir foreldra ungra barna. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman í notalegu umhverfi. Af og til er boðið upp á stuttar fræðslustundir og/eða kynningar á vönduðum vörum fyrir börn. Prestarnir mæta gjarnan í stutta stund til skrafs og stundum söngs með börnunum. Boðið er uppá kaffi, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Áslaug Helga Hálfdánardóttir tónlistarkennari.

Það er alltaf mjög gaman hjá okkur á foreldramorgnum og góður andi í hópnum. Sameiginlega áhugamálið – barnið tengir okkur saman enda gott að setjast niður og spjalla við aðra sem eru á sama stað í lífinu og skiptast á ráðleggingum.  Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri.  Ekki láta hugsunina um að þú „þekkir ekki neinn“ stoppa þig, yfirleitt eru alltaf ný andlit á morgnunum og gaman þegar bætist í hópinn okkar.  Vertu með! 🙂

Foreldramorgna í Lindakirkju má finna á facebook https://www.facebook.com/groups/225976410752321/

Dagskrá foreldramorgna haust 2017

24.okt

Ása Vala Þórisdóttir, sem er með okkur á morgnunum, er næringarfræðingur PhD og við erum svo heppnar að hún er til í að deila vitneskju sinni varðandi næringu ungbarna með okkur. PhD verkefnið hennar var um næringu ungbarna með áherslu á áhrif breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna á járnbúskap og vöxt barnanna.

Erindi hennar mun fjalla um opinberar ráðleggingar varðandi mataræði ungbarna og hvaða áhrif breytingar á ráðleggingunum sem gerðar voru árið 2003 höfðu og þá sérstaklega á járnbúskap ungbarna og hvers vegna góður járnbúskapur er mikilvægur hjá ungbörnum.

Virkilega spennandi sem ekki má missa af 🙂

 

31.okt

Pálínuboð…þær sem hafa tök á koma með eitthvað á sameiginlegt hlaðborð 🙂

 

7.nóv

Svefnráðgjöf

Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur og svefnráðgjafi á LSH kemur til okkar, fræðir og svarar spurningum varðandi svefn barna. Eins og foreldrar ungra barna vita, þá er góður svefn hugleikinn foreldrum á fyrstu árum barns. Ingibjörg er reynslubolti í þessum efnum, ekki láta fyrirlesturinn fram hjá ykkur fara 🙂

 

14.nóv

Kaffi, spjall og kósíheit

 

21.nóv

Á eftir að koma í ljós 😉

 

28.nóv

Pálínuboð…Mmmm

5.des

Kaffi, spjall og kósíheit

 

12.des

Síðasti foreldramorgunn fyrir jólafrí. Dansað í kringum jólatré með krílunum. Þær sem hafa verið duglegar að baka mega endilega leyfa okkur að smakka 🙂

Foreldramorgnar hefjast að nýju þriðjudaginn 9. janúar 2018

Ath! Dagskráin getur breyst og eitthvað bæst við, ef þú hefur hugmynd að kynningu eða efni sem á við hópinn sem sækir foreldramorgna, þá máttu gjarnan hafa samband í gegnum netfangið aslaughh@gmail.com