Foreldramorgnar

//Foreldramorgnar
Foreldramorgnar 2018-01-11T12:20:32+00:00

Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga í Lindakirkju kl. 10-12.

Morgnarnir eru opið hús fyrir foreldra ungra barna. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman í notalegu umhverfi. Af og til er boðið upp á stuttar fræðslustundir og/eða kynningar á vönduðum vörum fyrir börn. Prestarnir mæta gjarnan í stutta stund til skrafs og stundum söngs með börnunum. Boðið er uppá kaffi, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Áslaug Helga Hálfdánardóttir tónlistarkennari.

Það er alltaf mjög gaman hjá okkur á foreldramorgnum og góður andi í hópnum. Sameiginlega áhugamálið – barnið tengir okkur saman enda gott að setjast niður og spjalla við aðra sem eru á sama stað í lífinu og skiptast á ráðleggingum.  Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri.  Ekki láta hugsunina um að þú „þekkir ekki neinn“ stoppa þig, yfirleitt eru alltaf ný andlit á morgnunum og gaman þegar bætist í hópinn okkar.  Vertu með! 🙂

Foreldramorgna í Lindakirkju má finna á facebook https://www.facebook.com/groups/225976410752321/

 

Foreldramorgnar vor 2018

janúar

Kaffi, spjall og kósíheit

 

23.janúar

Kaffi, spjall og kósíheit

 

3o.janúar

Pálínuboð þ.e. þær sem hafa tök á að koma með góðgæti á sameiginlegt hlaðborð 🙂

 

6.febrúar

Kaffi, spjall og kósíheit

 

13.febrúar

Heilinn og trúin.

Guðni Már Harðarson prestur í Lindakirkju kemur til okkar og segir okkur frá skemmtilegum rannsóknum á þroska og heila barna. Guðni segir okkur frá einföldum aðferðum sem er hægt að nýta sér í aðstæðum sem allir foreldrar þekkja td. varðandi hræðslu, að segja frá o.s.frv.

 

20.febrúar

Vetrarfrí í Kópavogi og því vetrarfrí hjá okkur 🙂

 

27.febrúar

Pálínuboð þ.e. þær sem hafa tök á að koma með góðgæti á sameiginlegt hlaðborð 🙂

 

6.mars

Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi kemur til okkar og fjallar um þá breytingu er verður þegar barn bætist í hópinn. Hafliði hefur komið til okkar áður og ævinlega skapast mjög gagnlegar og góðar umræður. Málefni sem snertir alla foreldra 🙂

 

13.mars

Dagmar sem er og á “Dagga smekkir” kemur til okkar og sýnir okkur það sem hún er að bardúsa. Fyrsta flokks íslensk hönnun en hún hefur sérhæft sig í smekkjum og barnafötum. Að sjálfsögðu verður hægt að versla af henni, ef þið viljið, en vörurnar hennar eru á hagstæðu verði.

 

20.mars

Kaffi, spjall og kósíheit

 

27.mars

Páskafrí

 

3.apríl

Kaffi, spjall og kósíheit

 

10.apríl

Sight seeing tour Lindakirkju undir leiðsögn Guðmundar Karls sóknarprests.  Farið er um alla króka og kima kirkjunnar, sívinsælt og skemmtilegt 🙂

 

17.apríl

Kaffi, spjall og kósíheit

 

24.apríl

Auglýst síðar

 

1.maí

Frídagur og frí hjá okkur.

 

8.maí

Kaffi, spjall og kósíheit

 

15.maí

Síðasti foreldramorgunn fyrir sumarfrí – Pálínuboð!

 

Ath! Dagskráin getur breyst og eitthvað bæst við, ef þú hefur hugmynd að kynningu eða efni sem á við hópinn sem sækir foreldramorgna, þá máttu gjarnan hafa samband í gegnum netfangið aslaughh@gmail.com