Kirkjubyggingin

Home/Lindakirkja/Kirkjubyggingin
Kirkjubyggingin 2017-05-16T17:38:05+00:00

Byggingarnefnd Lindakirkju var sett á laggirnar haustið 2004. Hana skipuðu:

  • Þorvaldur Ólafsson, formaður
  • Arnór L. Pálsson
  • Guðrún Pálsdóttir
  • Steingrímur Hauksson
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson
  • Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur

Á haustdögum 2006 hófust framkvæmdir við byggingu kirkjunnar en ÍSTAK var fengið til verksins. Bygging Lindakirkju gengur samkvæmt áætlun, hún er fullbúin að utan og fyrsti áfangi safnaðarsalur, kennslustofa, eldhús og skrifstofur voru vígðar 14. desember 2008. Framkvæmdir við kirkjuskip liggja niðri sem stendur.
ASK Arkitektar teiknuðu Lindakirkju.